Pólitík

ég hef alltaf haft gaman af pólitík. Ég nenni yfirleitt ekkert sérstaklega að skipta mér af henni en núna verð ég bara benda á smá sem er of áberandi.

í október 2000 var eftirfarandi bókað á bæjarstjórnarfundi hjá Reykjanesbæ:

7. mál.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 21/9, 30/9´2000. Til máls tóku Skúli Þ. Skúlason og Kristmundur Ásmundsson er lagði fram eftirfarandi bókun: Bókun lögð fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 3. okt. 2000.

Á bæjarstjórnarfundi þann 7. mars s.l. lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar til að Skipulags- og byggingarnefnd yrði falið að "hefja nú þegar undirbúning að gerð deiliskipulags á Innri Njarðvíkursvæðinu. Gera skal ráð fyrir blandaðri íbúðabyggð. Stefnt verði að því að þetta íbúðarhverfi ásamt núverandi byggð geti rúmað rúmlega 2000 manns, en það er æskileg stærð svo um sérstakt skólahverfi geti verið að ræða."
Þetta felldu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Nú er verið að vinna að breyttu deiliskipulagi við Lágseylu í Innri-Njarðvík. Þar er einungis gert ráð fyrir nokkrum byggingarlóðum.
Hætt er við að eftirspurn eftir þessum lóðum verði ekki mjög mikil þar sem ekki er gert ráð fyrir því að þjónusta við íbúana verði bætt samhliða gerð þessa skipulags. Við höfum marg bent á að til að gera þetta hverfi eftirsóknarvert þarf að skipuleggja það sem heild, þar sem jafnframt sé gert ráð fyrir uppbyggingu á þjónustu, svo þeir sem hug hafa á að byggja í hverfinu viti að hverju þeir ganga.
Vinnubrögð meirihlutans nú bera því aðeins vott um úrræðaleysi í byggingamálum í bænum. Framtíðarsýn vantar eins og við höfum áður bent á.

Kristmundur Ásmundsson, Jóhann Geirdal,
Ólafur Thordersen, Sveindís Valdimarsdóttir.

Þetta er algjör snilld að skoða í samanburði við umræðu undanfarna daga þar sem Guðbrandur Einarsson gagnrýnir núvernandi stjórnendur Reykjanesbæjar fyrir að hafa haft dug og kjark til að rífa Reykjanesbæ undan öllu tali um dómsdag með brotthvarfi varnarliðsins. hér í Reykjanesbæ hefur vel tekist til og er það sárt að sjá bæjarstjórnarmenn níða skóinn af verktökum og einstaklingum sem eiga mikið undir nýbyggingum og gefa það í skyn að verð á íbúðarhúsnæði eigi eftir að falla í Reykjanesbæ. Menn verða að skilja og skynja þá ábyrgð sem þeir bera. Að vera í minnihluta er ábyrgðarstarf og ber að meðhöndla þannig og sýna meirihluta aðhald en ekki reyna að eyðileggja það góða starf sem unnið hefur verið.

Þessi umræða er með öllu óskiljanlegt hjá Guðbrandi Einarssyni í ljósi þess að hann og Ólafur Thordersen hafa verið í forsvari fyrir samfylkinguna öll þessi ár. (sjá grein vf.is)

ef umræðan snýst um fjármál á hún heima á allt öðrum grunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Sæll gamli félagi!

Þetta er góður punktur hjá þér. En ég hef ekki fylgst nógu vel með á þínu svæði til að vera nægjanlega vel að mér í þessu máli. Hins vegar finnst mér bæjaryfirvöld fara full glannalega í stækkun á byggðarlögum, sérstaklega núna meðan mesta þennslan gengur yfir. Það er gamalt og gott lögmál í hagfræðinni að hið opinbera á að reyna að slaka á þegar þennsla er og reyna að örfa framkvæmdir þegar slaknar á. Mér finnst Árni hafa farið í aðra átt eins og margir aðrir.

Eggert Hjelm Herbertsson, 4.4.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband