Færsluflokkur: Bloggar
6.6.2007 | 23:48
auðvitað á að færa völlinn suður
Ekki eining innan Samfylkingar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2007 | 17:25
Frábær árangur
Það er gaman að sjá þennan unga efnilega íþróttamann ná svo góðum árangri.
Ég efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu góður þessi árangur er. Einnig er rétt að taka fram að hann hefur haldið nafni Íslands mikið á lofti á sínum ferli.
Vona að hann haldi áfram á sömu braut og að við eigum eftir að fá fleiri góða ökumenn með fréttir af afrekum sínum erlendis.
Boxari hjálpar Viktori Þór til síns fyrsta sigurs í formúlu-3 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 13:43
Frábær forsíða ætti vel við VG
Skil ekki af hverju DV setti ekki inn svona forsíðu í dag.
Þessi er ein af frægari forsíðum í UK vegna þess að Kinnock var byrjaður að fagna sigri þegar hún birtist á kosningadag 1992 ef ég man rétt.
Hann tapaði.
Ég segi það sama ef VG vinna sigur í þessum kosningum vill síðasti íslendingurinn slökkva ljósin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2007 | 11:29
Kosningar
Jæja þá er komið að því. Ég er að fara að kjósa sjálfstæðisflokkinn sem hefur hér á okkar svæði staðið sig með eindæmum vel. Það hefur nefnilega farið lítið fyrir þeirri umræðu um áhrif þess að herinn hvarf af landi brott. Eina ástæðan er vitanlega sú að það ríkir mikil hagsæld á landinu ásamt því að það hefur verið gríðarlega gott starf unnið á svæðinu við að mæta þessu áfalli.
Ég segi því X-D við áframhaldandi hagsæld og velmegun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 23:09
Hvað ef...
Framsókn fær afleita kosningu en Sjálfstæðisflokkurinn annaðhvort heldur kjörfylgi eða bætir við sig.
Hverjir væru bestir með Sjálfstæðisflokknum?? Ég myndi segja samfylkingin en þú??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2007 | 20:34
Góðar fréttir
Það er mjög gott hvað menn hafa verið snöggir að koma trúverðugum stoðum undir rekstur og nýtingu mannvirkja á Keflavíkurflugvelli.
Það hefur vantað að Íslendingar skapi sér sérstöðu í þessum málaflokki hvað varðar menntun og að reyna draga erlenda fræðimennt til landsins.
Vísinda- og fræðamiðstöð byggð upp á Keflavíkurflugvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2007 | 20:08
Ökugerði og Go-kart
Er nú búin að vera latur að blogga en ákvað að skella einni fréttatilkynningu sem við erum að senda frá okkur. Hún hljóðar svo:
Fréttatilkynning.
Stjórn byggðastofnunar ákvað á fundi sínum 27 apríl síðastliðin að lána allt að 200 milljónum til uppbyggingar á fyrsta áfanga Iceland Motopark svæðisins í Reykjanesbæ.Um er að ræða langtímafjármögnun á þessum fyrsta áfanga verkefnisins og gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt í lok ársins samtals um 7 hektarar.Í þessum fyrsta áfanga motoparksins verður meðal annars byggð Go-kart braut á heimsmælikvarða ásamt þjónustubyggingu sem hýsir m.a. kennslustofur, aðstöðu fyrir ökukennara, veitingasölu ofl. Hönnun brautarinnar hefur nú þegar hlotið samþykki CIK-FIA, alþjóðasambands akstursíþrótta. Ökugerði með tilheyrandi brautum til þjálfunar aksturs við mismunandi aðstæður í samræmi við reglugerð sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2008 og kveður á um að allir sem taka ökupróf verði að hafa hlotið viðhlýtandi kennslu í ökugerði..Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdarstjóra Iceland motopark er þetta mikilvægur áfangi í langtímafjármögnun þessa hluta svæðisins og kemur til með að hafa mjög jákvæð áhrif á heildarverkefnið, einnig er þetta mikil viðurkenning á verkefninu og hvernig það hefur verið unnið. Byggðastofnun hefur með þessu skrefi skapað grunn að sköpun umtalsverða starfa í Reykjanesbæ, en gert er ráð fyrir að innan Iceland motopark verði allt að 300 ný störf þegar heildar uppbyggingu svæðisins er lokið.Við erum mjög stolt af því að Byggðastofnun skildi taka þessa ákvörðun því þetta er mikil viðurkenning á því hversu vel þetta verkefni hefur verið unnið og vandað til verka.
Svo fara að koma stærri fréttir fljótlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2007 | 20:16
Pólitík
ég hef alltaf haft gaman af pólitík. Ég nenni yfirleitt ekkert sérstaklega að skipta mér af henni en núna verð ég bara benda á smá sem er of áberandi.
í október 2000 var eftirfarandi bókað á bæjarstjórnarfundi hjá Reykjanesbæ:
7. mál.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 21/9, 30/9´2000. Til máls tóku Skúli Þ. Skúlason og Kristmundur Ásmundsson er lagði fram eftirfarandi bókun: Bókun lögð fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 3. okt. 2000.
Á bæjarstjórnarfundi þann 7. mars s.l. lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar til að Skipulags- og byggingarnefnd yrði falið að "hefja nú þegar undirbúning að gerð deiliskipulags á Innri Njarðvíkursvæðinu. Gera skal ráð fyrir blandaðri íbúðabyggð. Stefnt verði að því að þetta íbúðarhverfi ásamt núverandi byggð geti rúmað rúmlega 2000 manns, en það er æskileg stærð svo um sérstakt skólahverfi geti verið að ræða."
Þetta felldu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Nú er verið að vinna að breyttu deiliskipulagi við Lágseylu í Innri-Njarðvík. Þar er einungis gert ráð fyrir nokkrum byggingarlóðum.
Hætt er við að eftirspurn eftir þessum lóðum verði ekki mjög mikil þar sem ekki er gert ráð fyrir því að þjónusta við íbúana verði bætt samhliða gerð þessa skipulags. Við höfum marg bent á að til að gera þetta hverfi eftirsóknarvert þarf að skipuleggja það sem heild, þar sem jafnframt sé gert ráð fyrir uppbyggingu á þjónustu, svo þeir sem hug hafa á að byggja í hverfinu viti að hverju þeir ganga.
Vinnubrögð meirihlutans nú bera því aðeins vott um úrræðaleysi í byggingamálum í bænum. Framtíðarsýn vantar eins og við höfum áður bent á.
Kristmundur Ásmundsson, Jóhann Geirdal,
Ólafur Thordersen, Sveindís Valdimarsdóttir.
Þetta er algjör snilld að skoða í samanburði við umræðu undanfarna daga þar sem Guðbrandur Einarsson gagnrýnir núvernandi stjórnendur Reykjanesbæjar fyrir að hafa haft dug og kjark til að rífa Reykjanesbæ undan öllu tali um dómsdag með brotthvarfi varnarliðsins. hér í Reykjanesbæ hefur vel tekist til og er það sárt að sjá bæjarstjórnarmenn níða skóinn af verktökum og einstaklingum sem eiga mikið undir nýbyggingum og gefa það í skyn að verð á íbúðarhúsnæði eigi eftir að falla í Reykjanesbæ. Menn verða að skilja og skynja þá ábyrgð sem þeir bera. Að vera í minnihluta er ábyrgðarstarf og ber að meðhöndla þannig og sýna meirihluta aðhald en ekki reyna að eyðileggja það góða starf sem unnið hefur verið.
Þessi umræða er með öllu óskiljanlegt hjá Guðbrandi Einarssyni í ljósi þess að hann og Ólafur Thordersen hafa verið í forsvari fyrir samfylkinguna öll þessi ár. (sjá grein vf.is)
ef umræðan snýst um fjármál á hún heima á allt öðrum grunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2007 | 20:23
Framkvæmdir ganga vel
Framkvæmdir við Motoparkið ganga vel þessa dagana búið er að færa til nokkra tugi þúsunda rúmmetra af efni og sýnist okkur að við getum opnað í Júni eins og stefnt er að. Einnig er unnið að því að vera klárir með ökugerðið 1. Janúar 2008 og uppfylla þar með reglugerð þar af lútandi.
Við þurftum að breyta hæðarlegu brautarinnar dálítið og þá kom greinilega í ljós sá gríðarlegi styrkur sem alþjóðlega hönnunarteymi býr yfir. við ákváðum kl 9 að kveldi að breyta hæð og var það gert í samráði við okkar menn í UK sem síðan sendu nýja hæð til verkfræðinga okkar í Abu Dhabi sem unnu síðan um nóttina (dagur hjá þeim) og nýjar teikningar voru komnar um morguninn.
Tæknimennirnir okkar hjá Jarðvélum hafa síðan staðið sig eins og hetjur við að setja út punktana og í raun mjög gaman hvernig allir geta unnið vel saman þó dreifðir séu um víðan heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 23:12
Umræðan um LIA, FIA og öryggismál
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni á netinu síðustu daga varðandi aðstöðu fyrir akstursíþróttir og einnig umræðu um hlutverk LÍA.
Það virðist vera útbreiddur miskilningur að uppsetning aðstöðu sé lítið og einfalt mál. Hið sanna í málinu er að svo er ekki og í dag er einungis einn raunhæfur möguleiki á því að koma upp aðstöðu sem er í lagi og uppfyllir allar öryggiskröfur og það er Iceland motopark. Af þeim hugmyndum sem eru á borðinu í dag mér afvitandi byggja allar á opinberum stuðningi og vinnu ólaunaðra félaga í félagasamtökum.
Því miður er það svo að á undanförnum árum hefur slíkt ekki gefist neitt sérstaklega vel. Á landinu er fjöldinn allur af félögum að reyna gera þetta hvert í sínu horni og hefur þessi umræða verið í gangi í mörg ár en lítið sem ekkert gerst. Nokkrar fínar teikningar en ekkert annað. Einnig halda sumir að hægt sé að hanna svona svæði án samvinnu við þær alþjóðastofnanir sem fara með öryggismál svo sem FIA og FIM.
Við hjá Iceland motopark höfum lagt ofuráherlsu á að fylgja öllum öryggisreglum og fara eftir bókinni í allt og öllu sem að því kemur. Sem dæmi hafa allar okkar hannanir verið vottaðar og prófaðar af FIA safety commission. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að fólk á ekki að þurfa að hætta lífi og limum vegna þess að einstaklingar þrjóskast við að fara eftir reglunum og telja sig jafnvel yfir það hafna að huga að öryggismálum FIA þar sem það sé útlenskt!!
Hér til hliðar má sjá mynd af Go-kart brautinni sem Clive Bowen okkar maður hannaði í Dubai.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)