Umræðan um LIA, FIA og öryggismál

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni á netinu síðustu daga varðandi aðstöðu fyrir akstursíþróttir og einnig umræðu um hlutverk LÍA.

Það virðist vera útbreiddur miskilningur að uppsetning aðstöðu sé lítið og einfalt mál. Hið sanna í málinu er að svo er ekki og í dag er einungis einn raunhæfur möguleiki á því að koma upp aðstöðu sem er í lagi og uppfyllir allar öryggiskröfur og það er Iceland motopark. Af þeim hugmyndum sem eru á borðinu í dag mér afvitandi byggja allar á opinberum stuðningi og vinnu ólaunaðra félaga í félagasamtökum.

Því miður er það svo að á undanförnum árum hefur slíkt ekki gefist neitt sérstaklega vel. Á landinu er fjöldinn allur af félögum að reyna gera þetta hvert í sínu horni og hefur þessi umræða verið í gangi í mörg ár en lítið sem ekkert gerst. Nokkrar fínar teikningar en ekkert annað. Einnig halda sumir að hægt sé að hanna svona svæði án samvinnu við þær alþjóðastofnanir sem fara með öryggismál svo sem FIA og FIM.

Við hjá Iceland motopark höfum lagt ofuráherlsu á að fylgja öllum öryggisreglum og fara eftir bókinni í allt og öllu sem að því kemur. Sem dæmi hafa allar okkar hannanir verið vottaðar og prófaðar af FIA safety commission. Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að fólk á ekki að þurfa að hætta lífi og limum vegna þess að einstaklingar þrjóskast við að fara eftir reglunum og telja sig jafnvel yfir það hafna að huga að öryggismálum FIA þar sem það sé útlenskt!!

auto25

Hér til hliðar má sjá mynd af Go-kart brautinni sem Clive Bowen okkar maður hannaði í Dubai.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Ég hef alveg misst af þessari umræðu. Hvar er hún?

Birgir Þór Bragason, 19.3.2007 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband